Eyrarbakki

Eyrarbakki, hluti Sveitarfélagsins Árborgar.Fjöldi húsa er frá því um aldamótin 1900. Gaman er að ganga um götur á Eyrarbakka því sögulegur andi svífur yfir bænum á meðan brimið ber ströndina sem er einstaklega stórbrotin. Fjölbreytt menningar- og listalíf er á Eyrarbakka

Eyrarbakki er forn verslunarstaður. Frá um 1100 og allt fram á fyrri hluta 20. aldar var höfnin þar sú helsta á Suðurlandi, en mikilvægi hennar minnkaði þegar skip stækkuðu. Blómatími Eyrarbakka var frá miðri 19. öld og á fyrstu áratugum 20. aldar. Íbúar af Suðurlandi komu langar leiðir að, til að versla á Eyrarbakka.

Eyrarbakkakirkja var vígð árið 1890. Merkasti kirkjugripurinn er altaristaflan, máluð af Louise drottingu Kristjáns IX konungs Danmerkur. Húsið á Eyrarbakka er eitt elsta hús landsins, reist á vegum einokunarkaupmanna 1765, bjálkahús, flutt tilsniðið til landsins

Fuglafriðlandið í Flóa er í Flóagaflsmýri norðvestan við Eyrarbakka, og er varpsvæði fyrir votlendisfugla. Friðlandið stendur lágt; hæð yfir sjávarmáli er aðeins 2 m, gönguleiðir, upplýsingaskilti.