Eystri–Rangá, 61 km, kemur upp í Rangárbotnum á Rangvellingaafrétti, er bergvatn að mestu en í hana fellur jökulkvísl úr Tindfjallajökli. Vatnsmagn hjá brú um 44 m3/sek. Hún fellur í Þverá og síðar koma þær saman við Ytri–Rangá og heita síðan Hólsá. Eystri–Rangá var brúuð 1914. Núverandi brú er frá 1969. Mjög góð laxveiðiá.