Fagurhólsmýri, veðurathugunarstöð og flugvöllur. Bærinn stendur á gömlum sjávarhömrum. Útsýn mikil og fögur. Neðan undir klettunum, nokkuð austan við bæinn, hafa verið grafnar upp rústir af Bæ við Salthöfða sem huldist ösku í Öræfagosinu 1362. Þangað er 10–15 mín. gangur um mýrlendi.