Fagurhólsmýri

Fagurhólsmýri, veð­ur­at­hug­un­ar­stöð og flug­völl­ur. Bær­inn stend­ur á göml­um sjávar­hömrum. Út­sýn mik­il og fög­ur. Neðan undir klettunum, nokkuð austan við bæinn, hafa verið grafnar upp rústir af Bæ við Salt­höfða sem huldist ösku í Öræfagosinu 1362. Þangað er 10–15 mín. gangur um mýrlendi.