Fáskrúðsfjörður (Búðir). Aðalatvinnuvegir; útgerð og fiskverkun. Verslun hófst þar um 1890. Bækistöð Frakka fyrrum, áttu þeir þar sjúkrahús, kapellu og kirkjugarð sem er hjá Hölknalækjum. Sjúkraskýlið stendur enn í upprunalegri mynd. Inni í þorpinu er stór steinn sem Frakkar notuðu líklega sem innsiglingarmerki og bænastað áður en þeir lögðu frá landi. Á steininn er markaður kross.
Götumerkingar eru bæði á íslensku og frönsku. Á frönskum dögum 1999 var afhjúpuð afsteypa af listaverki Einars Jónssonar um dr. Charcot.
Kirkja, félagsheimilið Skrúður, golfvöllur og sundlaug.