Ferjukot, bær við Hvítárbrú, þekktur fyrir laxveiði. Stendur vestan undir háu holti, Þjóðólfsholti.
Í Ferjukoti er laxveiði– og sögusafn.
Á bökkum Hvítár upp frá Ferjukoti var útisamkomustaður Borgfirðinga. Þar voru áður haldin íþróttamót en nú nefnist staðurinn Faxaborg, þar voru áður haldin hestamannamót.
Hvítárbrú hjá Ferjukoti var smíðuð 1928, mikið mannvirki á sínum tíma. Borgarfjarðarmegin er skilti sem segir frá smíð brúarinnar í máli og myndum.