Ferjukot

Ferjukot, bær við Hvítárbrú, þekktur fyrir laxveiði. Stendur vestan undir háu holti, Þjóðólfs­holti.

Í Ferjukoti er laxveiði– og sögusafn.

Á bökkum Hvítár upp frá Ferjukoti var útisam­komu­staður Borg­firðinga. Þar voru áður haldin íþróttamót en nú nefnist staður­inn Faxa­borg, þar voru áður haldin hestamannamót.

Hvítárbrú hjá Ferjukoti var smíðuð 1928, mikið mannvirki á sínum tíma. Borgarfjarðarmegin er skilti sem segir frá smíð brúarinnar í máli og myndum.