Fitjaá

Víðidalstunga, kirkjustaður, höfuðból að fornu og nýju, í tungu milli Fitjár og Víðidalsár, blasir við vegfarendum frá vegamót­um Víðidals­vegar. Ættaróðal Vídalínsættar, var jörðin í eign ættar­innar frá því á 15.öld fram um 1900. Kunnastur ábúandi þar Páll Jónsson Vídalín (1667–1727), lögmaður, skáld og skólameistari, var ásamt Árna Magnússyni höfundur Jarðabókarinnar 1702–12. Mikill fram­kvæmda­maður, vottar enn fyrir akurgerðum sem sagt er að hann léti gera. Flateyjarbók er talin skrifuð í klaustrinu á Þingeyrum, stærsta íslenska skinn­bókin sem til er. Rituð fyrir Jón Hákonarson bónda í Víðidalstungu.