Fjallstún, örnefni undir Ingólfsfjalli í landi Laugarbakka, þar sem sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi haft vetursetu, tóttir þar friðlýstar. Hrun hefur orðið þar mikið úr fjallinu. Sængurkonusteinn heitir þar og segir sagan að förukona sem úthýst var í Fjallstúni hafi alið þar barn sitt en bærinn eyðst af skriðuhlaupi sömu nótt. Hægt er að aka gamla veginn að steininum.