Fjallstún

Fjallstún, ör­nefni und­ir Ing­ólfs­fjalli í landi Laugarbakka, þar sem sag­an seg­ir að Ingólf­ur Arn­ar­son hafi haft vet­ur­setu, tótt­ir þar frið­lýst­ar. Hrun hef­ur orð­ið þar mik­ið úr fjall­inu. Sængurkonusteinn heit­ir þar og seg­ir sag­an að föru­kona sem út­hýst var í Fjalls­túni hafi alið þar barn sitt en bær­inn eyðst af skriðu­hlaupi sömu nótt. Hægt er að aka gamla veginn að steininum.