Fjórðungsalda

Tungnafellsjökull, jökulfjall, 1533 m hátt. Hlíðar eru brattar sunnan og vestan til en meira aflíðandi með stöllum að austan upp frá Vonarskarði. Þjóðverjinn Hans Reck kannaði Tungnafellsjökul fyrstur manna 1906. Leiðin liggur vestan við Fjórðungsvatn og í Kiðagil. Fjórðungsvatn er grunnt vatn sem hverfur að mestu í þurrkasumrum. Austan við það er Fjórðungsalda, umfangsmikil grágrýtisdyngja, 972 m. Af henni er víðsýnt. Vestan við Fjórðungsvatn eru vegamótin vestur á F752 (sjá F752). Norðar eru gatnamótin vestur á F881, Dragaleið (sjá F881 Dragaleið).