Flateyjardalsheiði

Flateyjardalsheiði og Flat­eyj­ar­dal­ur er raun­veru­lega sami dal­ur­inn, fram­­hald Fnjóska­dals til sjáv­ar. Flateyjardalur og Flateyjardalsheiði liggja í norður frá Fnjóskadal og eru samtals um 30 km að lengd. Ligg­ur heið­in all­miklu hærra en dal­ur­inn en nyrst í hon­um við sjó­inn er all­breitt und­ir­lendi. Þarna er víð­ast grös­ugt og veiði í ám. Víða fagurt landslag en all­hrika­legt. Á Flateyjardal voru 5 jarðir sem allar fóru í eyði á árunum 1935–1953, síðast Brettingsstaðir, fyrrum kirkjustaður. Heiðarjarðirnar voru farnar í eyði töluvert fyrr, síðast Kambsmýrar 1929. Á Brettings­stöð­um og Jökulsá eru sumarbústaðir. Þokka­legur jeppavegur liggur út í Flateyjardal. Á Flat­eyj­ar­dal ger­ist fyrri hluti sögu Finn­boga ramma.