Fljótsdalsheiði

Fljótsdalsheiði, víðáttumikið og gróið heiðaflæmi milli Jökuldals og Fljótsdals. Alfaraleið var til forna um heiðina í tengslum við brýrnar hjá Brú á Efra–Jökuldal og hét Bersagötur. Vegur liggur vestan Laugarfells og áfram austur yfir Jökulsá í Fljótsdal að Kelduá vegna byggingar Hraunaveitu. Frá Kelduá liggur torfær jeppaslóð að skálanum við Geldingafell.