Fljótsdalur, nefnist sveitin frá Hrafnsgerðisá að vestan og allt niður að Gilsá að austan og er hún einnig sýslumörk. Neðri hluti dalsins inn af Lagarfljóti breiður með miklum flötum engjalöndum í botni en nálægt 10 km inn frá Leginum klofnar hann í tvo dali, Norðurdal og Suðurdal. Milli þeirra er fjallið Múli 642 m. Þeir dalir eru báðir þröngir.