Flókadalsá

Flókadalur, breiður dalur og grösugur, er í raun réttri tveir dalir sem árnar Flóka og Geirsá falla eftir. Flókadalsá kemur vestan und an Oki og í henni er lax– og silungs veiði. Flókadalur heitir eftir Flóka, leysingja Ketils gufu Örlygssonar. Ok, mikil grágrýtisdyngja, 1198 m, mynduð við gos á hlýöld síðla á ísöld. Lítill jökull er á Oki norðan verðu og hefur hann minnkað mjög síðustu áratugina. Gígurinn á háfjallinu er nú jökullaus.