Flúðir

Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni og miðstöð menningar, þjónustu og félagslífs á svæðinu. Jarðhiti er mikill á svæðinu og fjöldi garðyrkjubýla er í sveitinni. Tveir golfvellir eru á svæðinu annar að Flúðum og hinn að Ásaatúni við sumrahúsabyggð mjög nálægt Flúðum.