Flyðrur

Hafnarfjall, 844 m hátt, vestur undan Skarðsheiði, skriðurunnið og gróð­ur­laust. Ljósleit klettanef úr granófýri norðvestan í Hafnarfjalli heita Flyðrur, en oft nefnt Skessusæti. Neðan undir Hafnarfjalli er Hafn­ar­skógur sem talinn er einn af merkari birki­skógum landsins. Síðustu árin hefur verið unnið markvisst að endurheimt landgæða á Hafnarmelum. Nánari fræðsla á íslensku og ensku í fræðslunúmeri Landgræðslunnar 800 5566.