Fossatún

Fossatún, aferðaþjónustusvæði, sem býður upp á fimm stjörnu tjaldsvæði og veitingahúsið Tímann og vatnið. Áhersla er á fjölskylduvæna aðstöðu og fjölbreytta afþreyingarmöguleika.

Þar er hægt að heilsa upp á tröllkonuna Drífu, sem horfir yfir Tröllafossa. Saga hennar kom út í bókinni Tryggðatröll. Hægt að kynnast afdrifum hennar, skoða söguvettvang og myndir úr sögunni. Út frá veitingarhúsinu er stutt gönguleið upp á Stekkjarás, sem er afar fallegur útsýnistaður yfir Borgarfjörð. Þar er varða og efsti steinninn er með handafari Drífu. Hægt er að losa í grjótið neikvæðar tilfinningar og aðra óværu.