Fosssel

Fosssel, eyðibýli í Fljótsheiði alllangt norðan vegar. Þar er mikið skóglendi nú friðað af Skógræktarfélagi Þingeyinga. Útsýn þaðan fögur og mikil. Þingey, hinn gamli þingstaður blasir við, þar má enn sjá fornar tóftir og hleðslur, og norðan undir henni Skipa­pollur í Skjálfandafljóti en þangað upp segir sagan að Bárður land­náms­maður hafi dregið skip sitt. Dregur sýslan nafn sitt af eynni.