Frakkavatn

Háfshverfi, bæj­ar­hverfi og kirkju­stað­ur til 1914 en þá var kirkj­an flutt að Hábæ í Þykkva­bæ. Nokkru norð­ar og aust­ar er Frakkavatn, og renna Háfsvötn úr því um Háfs­ós vest­ur í Þjórsá. Svo flat­lent er þarna að Frakka­vatn, sem er rúma 8 km frá sjó, er að­eins 5 m yfir sjáv­ar­máli. Háf­ur er land­náms­jörð og bjó þar Þor­kell bjálfi land­náms­mað­ur. Greiðust leið þangað er úr Þykkvabæ.