Fremri–Kot, fremsti bær í Norðurárdal. Áður voru Kotabæirnir tveir, stóðu Ytri–Kot rétt innan við Kotagil. Munu þau vera Þorbrandsstaðir þeir er segir frá í Landnámu, þar sem öllum var matur heimill. Í skriðuhlaupum 1954 féllu skriður yfir mestan hluta túns á Fremri–Kotum og staðnæmdist ein skriðan fáeinum metrum frá íbúðarhúsinu.