Garðar, syðsti bær landsins. Skammt þaðan eyðibýlið Hellar, þar eru margir einkennilegir hellar og skútar, sumir manngerðir. Sr. Jón Steingrímsson bjó fyrsta ár sitt í sýslunni í skemmu á Hellum, Baðstofuhelli, sem höggvinn er inn í bergið. Seint á 19. öld var þar þingstaður Hvammshreppinga.