Garðskagi

Garðskagi, ysta táin á Rosmhvalanesi (Miðnesi). Þéttbýli, viti og tjaldsvæði. Árið 1847 var fyrsta leiðarmerkið fyrir sjófarendur, hlaðin grjótvarða, sett upp á Garðskaga. Gamli vitinn var byggður 1897, núverandi viti 1944. „Garðurinn“ sem skaginn og sveitarfélagið draga nafn af lá frá Útskálum að Kirkjubóli. Garðurinn er nokkuð siginn en sést þó greinilega milli húsa í Út-Garði.

Byggðasafn með m.a. einstöku vélasafni sem allar eru gangfærar. Þar er einnig kort af ströndinni þar sem merktir eru strandstaðir við Garðskaga og upplýsingar um ströndina.