Garpsdalur

Garpsdalur, kirkjustaður, prestssetur til 1890. Í byrjun 19. aldar tröllreið kvendraugur húsum í Garpsdal svo að þau léku á reiðiskjálfi, hurðir voru brotnar, bátur brotinn, þil og gluggar og öllu sem lauslegt var í bæjarhúsum var þeytt fram og aftur.