Gásir

Gásir eða Gæs­ir, skammt inn­an við Hörg­ár­ósa. Þar var í fornöld og fram eft­ir öld­um mesta sigl­inga­höfn á Norð­ur­landi og verslunrstaður. Þar eru rúst­ir mikl­ar vall­­grón­ar, nú frið­að­ar. Undanfarin ár hefur farið fram uppröftur þar og árið 2003 fannst m.a. hests– eða drekahöfuð skorið út í tönn eða horn sem talið er frá 13. eða 14. öld. Einnig fundust rústir næststærstu kirkju sem grafin hefur verið upp hér á landi. Útflutningur á brenni­steini var frá Gásum en nú er talið mögulegt að verslun á staðnum hafi staðið allt þar til kaupmenn hófu að versla á Akureyri um 1550. Höfn­in á Gás­um ónýtt­ist af fram­burði Hörg­ár og flutt­ist þá versl­un­in til Ak­ur­eyr­ar.