Arnarstapi eða Stapi, fiskiþorp. Einn merkasti staður á Snæfellsnesi sakir landslags. Þar eru við sjóinn furðulegir stapar úr stuðlabergi, gjár og skútar.
Frægastur Gatklettur. Skammt þaðan þrjár gjár er sjór spýtist upp um í stórbrimum líkt og hveragos tilsýndar.