Gaukshöfði, klettahöfði við Þjórsá, neðst í Þjórsárdal. Þar fundust á 19. öld mannabein nokkur og spjótsoddur sem giskað var á að væru bein Gauks sem bjó á Stöng að því er sagnir herma. Góður útsýnisstaður. Hagi, býli sunnan undir Hagafjalli. Þar skammt frá er Hagey í Þjórsá.