Geirsalda

Geirsalda, melalda þar sem hæst ber við veginn á Kili, 672 m y.s. Heitin eftir Geir G. Zoega (1885-1959) vegamálastjóra en hét áður Fjórðungsalda. Ferðafélag Íslands reisti honum þar bautastein 1959. Þar er hringsjá.