Geitastekkur

Geitastekkur, bær í Hörðu­dal, heit­ir Bjarma­land síðan 1765. Við Geita­stekk kenndi sig Árni Magn­ús­son, einn víð­förl­asti Ís­lend­ing­ur á 18. öld, fór m.a. til Danmerkur Grænlands, Frakklands, Rússlands og Kína. Hann skrif­aði end­ur­minn­ing­ar sín­ar sem birst hafa bæði á dönsku og ís­lensku. Þar seg­ir frá ferð­um hans og marg­hátt­uð­um æv­in­týr­um en þær eru auk þess hin merkasta ald­ar­fars­lýs­ing. Hann sótti heim fjór­ar heims­álf­ur og gerð­ist síð­an barna­kenn­ari í Dan­mörku.