Geitavík

Geitavík, bær við sam­nefnda vík. Í Geita­vík ólst Jó­hann­es S. Kjar­val list­mál­ari (1885–1972) upp og þar reistu sveit­ungarnir honum minnisvarða á 100 ára afmæli hans 1985. Kjarval málaði margt mynda úr Borg­ar­firði og víða bregður Dyrfjöllum fyrir í myndum hans.