Geithellnadalur

Geithellnadalur, lang­ur dal­ur og þröng­ur milli hárra fjalla. Um hann fell­ur Geit­hellnaá úr Þránd­ar­jökli. Áður voru þar all­marg­ir bæir, nú flest­ir í eyði. Úr Múladal, sunnan Geit­hellnaár, var einna styst leið yfir í Víði­dal og löng­um far­in með­an þar var byggð. Þar er nú merkt gönguleið. Þar og í öðr­um döl­um á þess­um slóð­um, eru suð­ur­hlíð­ar dala gróð­ur­litl­ar með mosa­þemb­um en aust­ur­hlíð­ar vel grón­ar, víða með skóg­ar­kjarri. Þyk­ir mjög fag­urt í daln­um og í Geit­hellnaá eru víða foss­ar og gljúf­ur gegn­um berg­höft og kletta­brík­ur.