Geithellnar, fornt höfuðból. Þar er talið að þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson hafi haft fyrstu vetursetu í fyrri ferð sinni til Íslands. Völvuleiði er í túni. Nafn bæjarins er óljóst en gæti verið eftir helli sem er rétt ofan við bæinn, nú fullur af aur og sandi.