Geldingadragi

Geldingadragi, nú oft­ast nefnd­ur Dragi, skarð milli Svína­dals og Skorra­dals, sem þjóð­veg­ur­inn ligg­ur um 243 m y.s., aust­an að hon­um Dragafell, 478 m. Nafn­ið er feng­ið úr Harð­ar sögu og Hólm­verja en Hörð­ur og menn hans rændu geld­ing­um í Borg­ar­firði sem urðu treggeng­ir í ófærð á skarð­inu. Geld­inga­dragi er aust­ur­mörk Skarðs­heið­ar.