Geldingadragi, nú oftast nefndur Dragi, skarð milli Svínadals og Skorradals, sem þjóðvegurinn liggur um 243 m y.s., austan að honum Dragafell, 478 m. Nafnið er fengið úr Harðar sögu og Hólmverja en Hörður og menn hans rændu geldingum í Borgarfirði sem urðu treggengir í ófærð á skarðinu. Geldingadragi er austurmörk Skarðsheiðar.