Gerpir

Sandvík, norðan undir Gerpir, austasta odda Íslands. Þar var búið á fimm bæjum á 20. öld, Sandvíkurstekk (Stóra–Stekk), Hundruðum, Sandvík, Parti og Seli en víkin fór í eyði 1946. Um skeið á þriðja áratug 20. aldar var lítil verstöð á Skálum, sunnanvert við víkina. Sandvíkur–Glæsir var draugur sem gekk á kjólfötum og tók ofan höfuðið í kurteisisskyni.