Gígjökull

Gígjökull, skriðjökull norður úr gíg Eyjafjallajökuls. Við rætur hans eru háir jökulgarðar sem umlykja allstórt og djúpt jökullón. Þar eru oft margir og stórir ísjakar sem brotnað hafa úr skriðjöklinum. Jökulinn hefur minkað verulega undanfarin ár með hækkandi hitastigi. Úr lóninu fellur Jökulsá í Markarfljót.