Giljamúli

Giljamúli, fjallið milli Vesturdals í Skagafirði og Giljadals. Hæst er Stafnsvatnahæð, 716 m. Innanvert á múlanum eru Stafnsvötn og Langavatn. Illfær vegur er vestan í Giljamúla hjá Þorljótsstöðum, fremsta bæ í Vesturdal, nú í eyði.