Gilsá

Gilsá, þverá skammt innan við Guðlaugsstaði, rétt innan við hana liggur vegurinn upp á Kjalveg. Bæirnir þar fyrir innan heita „á Bug“. Kjalvegur liggur suður yfir Auðkúluheiði suður undir Helgufell. Þaðan er góð slóð og brúuð suður á Kjöl. Af Kjalvegi er jeppafært fyrir norðan Sandkúlufell og á Stórasand. Þaðan er svo hægt að komast niður í Vatnsdal eða Víðidal og einnig vestur um Arnarvatnsheiði til Borgarfjarðardala um Kal­mans­tungu.