Gilsfjörður

Gilsfjörður, á mótum Dala– og Barða­strand­arsýslu. Fjörðurinn er svo grunnur að úr honum fellur um fjöru, nema mjór áll eftir miðjum firði. Veg­ur­inn fyrir fjörð­inn þótti oft erfiður og hættulegur og hefur hann nú verið brúaður í fjarð­ar­mynninu. Brúin sjálf er 65 m löng en veg­ar­stæðið allt 9 km. Stytting leið­ar­inn­ar er 17,3 km.