Gjögur

Gjögur, húsaþorp, lítils háttar útgerð og flugvöllur. Fyrrum mesta verstöð á Ströndum og gengu þaðan oft 15–18 opin skip til hákarlaveiða, á hverju skipi 7–11 menn. Viti á Gjögurnesi.