Glanni

Glanni, foss í Norðurá. Skammt neðan Bifrastar er vegur að bílastæði golfskálans, nálægt fossinum. Árbakkinn er hlaðinn fjölbreytilegu hrauni með ótal skjólgóðum lautum og hvömmum, prýddum fjölskrúðugum gróðri. Stærst er Paradísarlaut með silfurtærri tjörn í botni Þetta er töfrandi landslag og er vel þess virði að dvelja þar og ganga um árbakkana eftir ótal ævintýralegum stígum milli myndrænna hraunstabbana.