Glerá

Glerárdalur, langur afréttardalur inn af Lögmannshlíð. Liggja hæstu fjöll norðanlands að honum; Kerling, Tröllafjall, Vindheimajökull, 1400–1500 m há, jökull í botni. Náttúra þar víða stórbrotin. Fundarstaður steingervinga. Í mynni dalsins skíðahótel Akureyringa að norðan og skíðaskálarnir Skíðastaðir og Fálkafell að sunnan. Skíðaland þar og í Hlíðar­fjalli mikið og fjölbreytt. Úr dalnum fellur Glerá. Ágætt útivistar­svæði.