Glóðafeykir

Glóðafeykir, 990 m, tilkomumikið fjall, bratt og burstamyndað upp af Flugumýri með klettum hið efra.

Sagt er að Helga Sigurðardóttir, fylgi­kona Jóns Arasonar biskups, hafi hafst þar við að fjallabaki sumarið eftir fall hans, meðan dönsk herskip voru við Norðurland.