Goðafoss

Goðafoss, í Skjálfandafljóti, einn af kunnustu og fallegustu fossum landsins. Hann er tvíklofinn og er hærri hluti hans um 15m hár. Skammt ofan við fossinn klofnar fljótið og myndar vesturkvísl þess eyju, Hrútey, og liggur hún vestan að Goðafossi.

Sagt er að fossinn dragi nafn af því að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi kastað í hann goðamyndum sínum eftir kristnitökuna.

Skammt neðan við fossinn er Hansensgat í gegnum hraunlag. Dregur nafn af því að í það féll Hansen lyfsali á Akureyri og sakaði ekki. Um það orti Kristján Fjallaskáld kvæðið Undirheimaförina.