Gönguskörð

Gönguskörð, dalur eða skarð upp frá Sauðárkróki, sveigir um suður­enda Tindastóls upp á Laxárdalsheiði. Liggur Skagavegur um hana niður á Laxárdal. Um Gönguskörð lágu fyrrum fjöl­farnar leiðir til Húnavatns­sýslu, m.a. um Hryggjadal, Víðidal og Litla–Vatnsskarð. Á þessu land­svæði hefur Ferða­félag Skag­firð­inga reist tvo gönguskála, Trölla árið 1984 við Tröllafoss, skammt frá eyðibýlinu Trölleyrum, og árið 1995 skála á Þúfna­völlum í Víðidal, á móti svonefndu Litla–Vatnsskarði milli Víðidals og Laxárdals fremri í Húnavatnssýslu. Göngu­skarðsá var fyrst brúuð 1875. Var hún hið mesta forað í vatna­vöxtum og mannskæð áður en hún var brúuð. Virkjuð 1949. Í Lambár­botnum fyrir ofan Heiði, um 15 km frá Sauðár­króki, er mjög gott skíða­svæði.