Grábrókarhraun, um 3000 ára gamalt, úfið apalhraun með miklum mosa og nokkrum trjágróðri. Hraunið er runnið úr þremur gjallgígum, Grábrók, sem er þeirra mestur, Grábrókarfelli og litlum gíg sem nú er eyddur að mestu í ofaníburð. Af Grábrók er mjög víðsýnt. Hægt er að ganga um eftir merktum leiðum. Gígarnir nú friðlýstir sem náttúruvætti.