Grábrókarhraun

Grábrókarhraun, um 3000 ára gamalt, úfið apalhraun með miklum mosa og nokkrum trjá­gróðri. Hraunið er runnið úr þremur gjallgígum, Grábrók, sem er þeirra mestur, Grá­brók­ar­felli og litlum gíg sem nú er eyddur að mestu í ofaní­burð. Af Grábrók er mjög víð­sýnt. Hægt er að ganga um eftir merktum leiðum. Gígarnir nú friðlýstir sem náttúruvætti.