Grafarlönd

Grafarlönd, hagablettir í austanverðu Ódáðahrauni, umhverfis Grafarlandaá sem kemur upp í ótal lindum undan hrauninu. Víða er þar allmikill gróður. Gæsavarp er þar nokkurt.