Grélutóttir

Hrafnseyri, kirkjustaður með mikilli sögu. Kennd við Hrafn Svein­bjarn­ar­son höfðingja á 12.–13. öld, sem talinn er fyrsti menntaði læknir á Ís­landi. Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson forseti 17. júní 1811. Minn­is­merki um hann reist þar. Kapella og minjasafn um Jón var vígt 2. ágúst 1981. Árin 1977–78 voru grafnar upp fornminjar, bæjarstæði fyrsta land­náms­manns­ins þar sem var Án rauðfeldur. Kona hans hét Grelöð Bjart­mars­­dóttir og voru tóttirnar sem grafnar voru upp við hana kenndar, Grélu­tóttir. Afi og alnafni Jóns Sigurðssonar reisti nýjan bæ á Hrafnseyri skömmu fyrir aldamótin 1800 og var hann með þremur burstum. Þar fæddist Jón Sig­urðs­son. Telja má nokkuð öruggt að séra Jón hefur byggt bæ sinn eftir teikn­ingum séra Guðlaugs Sveinssonar prófasts í Vatnsfirði við Djúp, en hann átti hug­mynd­ina að byggingu burstabæja á landinu. Um síðustu alda­mót voru húsin komin að falli og því rifin, að undan­skildum einum vegg sem hefur staðið síðan. Burstabærinn á Hrafnseyri hefur verið endur­byggð­ur samkvæmt úttektar­gerðum og líkani sem gert var samkvæmt lýs­ingu sam­tímamanns. 1997 var verk­inu lokið, húsið vígt og opnað vegfarendum til skoðunar.