Grenjaðarstaður

Grenjaðarstaður, í hópi hinna stóru norðlensku torfbæja er gamla prestssetrið á Grenjaðarstað en staðurinn var meðal tekjuhæstu vildarbrauða landsins á fyrri öldum. Í nú­ver­andi mynd sinni var bærinn að mestu reistur á síðari hluta 19. aldar og í veggjum hans er aðal­lega hraungrýti úr nágrenninu. Í nyrsta bæjar­húsinu var starfrækt póst­hús á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamótin 1900. Bærinn þótti reisulegastur allra bæja í héraðinu og allt að þrír tugir manna voru þar í heimili. Búið var í honum fram til 1949. Á Grenjaðarstað er þjónustuhús þar sem hægt er að fá kaffi og te og borða nestið sitt. Bærinn hefur verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1954 og hefur hann hýst hluta af Byggðasafni Þing­eyinga frá árinu 1958. Á sýningu Byggðasafnsins reynt að draga mynd af lífi fólks í gamla bændasamfélaginu. Safnið er opið alla daga frá byrjun júní til ágústloka.