Grettislaug

Reykir, þar er rekin ferðaþjónusta með gistingu, tjaldsvæði, kaffihús og einnig er boðið uppá bátsferðir. Tjaldsvæðið er með salernisaðstöðu, rafmagni, grillaðstöðu og leiksvæði fyrir börnin.

Á Reykjum eru tvær steinlaugar sem eru hlaðnar ofan á heitum uppsprettum. Eldri laugin er nefnd Grettislaug eftir Gretti sterka en sú nýrri nefnist Jarlslaug eftir Drangeyjarjarlinum Jóni Eiríkssyni (f. 1927) í Fagranesi.

Hitastig laugana er um 39°C en getur verið breytilegt eftir veðri. Opið og fallegt svæði við sjóinn, dásamleg náttúra og sólsetrið engu öðru líkt.

Gaman er að ganga um í fjörunni og út í Glerhallavík, sem er vinsæl gönguleið.

Eins er skemmtilegt að ganga yfir Tindastólinn og þá er nú tilvalið að enda túrinn á því að baða sig í Grettislauginni.