Grímmannsfell

Grímm­anns­fell, norð­an veg­ar, 454 m, en sunn­an und­ir því er Selj­adal­ur. Þar lágu gömlu reið­göt­urn­ar til Þing­valla. Akveg­ur var lagð­ur á suð­ur­brún dals­ins fyr­ir alda­mót og var það að­al­veg­ur­inn til Þing­valla, þar til veg­ur var lagð­ur sem næst á nú­ver­andi veg­ar­stæði fyr­ir Al­þing­is­há­tíð­ina 1930. Fyrst var ek­ið á bíl um gamla Þing­valla­veg­inn 1913. Hæst á heið­inni, upp af dal­botn­in­um, var rek­ið veit­inga­hús­ið „Heiða­blóm­ið“ á þriðja ára­tugn­um. Leið­in er um suð­ur­hlíð­ar Mos­fells­heið­ar, sem er grá­grýtis­­dyngja, ein eða fleiri, jök­ul­máð og tölu­vert gró­in. Hæst á dyng­junni eru Borg­ar­hól­ar, en talið er votta fyr­ir gíg við Eit­ur­hól, aust­ar á heið­inni.