Grímsey

Grímsey er græn, grösug og ein­stak­lega gjöful eyja.  Útvörð­ur­inn í norðri með auðug fiski­mið og lit­ríkt fugla­líf. Frægust er Grímsey trú­lega í hugum ferða­manna fyrir heim­skauts­baug­inn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Saga segir að eitt sinn hafi heim­skauts­baug­ur­inn, sem er á örlít­illi hreyf­ingu, legið um mitt hjóna­rúm odd­vit­ans á Básum. Eyjan er 5,3 km2 að stærð. Hæst er hún 105 metrar og fjar­lægð frá “Íslandi” er 41 km. Mannlífið er kröft­ugt og bjart. Íbúar voru 76, 1.jan. 2012. Grímseyingar eru mik­ilir gleði­menn sem vinna og skemmta sér af alhug. Höfuð­atvinnu­vegurinn eru fisk­veiðar og fisk­verkun. Einn besti íslenski salt­fisk­ur­inn er ein­mitt unn­inn þar. Myndar­legt félags­heim­ili Múli, er fjöl­nota­hús. Þar eru 8 bekkir grunn­skól­ans, sam­komu­salur íbúa, ágætt bóka­safn, Eyjarbókasafnið og heilsu­gæsla. Þrír læknar á Akur­eyri skipt­ast á og koma hingað einu sinni í mán­uði að sinna heilsu­fari íbúa. Kirkjan, Mið­garða­kirkja var reist úr reka­við árið 1867. Hún er nýend­ur­gerð í upp­runa­leg­um litum, fal­legt guðs­hús. Það er Dal­víkur­prestur­inn sem þjónar þar nú. Góð sund­laug var vígð árið 1989. Eyjabúar versla í verslun­inni Búðin, sem er einka­­rekin, þar er gott vöru­­úrval. Einnig eru tvö gisti­heim­ili, bæði opin allan árs­ins hring. Gríms­eysk­ar hand­verks­konur opn­uðu hand­verks­húsið Gallerí Sól 1998 og er það opið á ferj­udögum yfir sum­ar­mán­uð­ina. Veitinga­húsið Krían opn­aði árið 2004 og er opin yfir sum­ar­tím­ann. Ferjan Sæfari siglir frá Dalvík til Grímseyjar 3 daga í viku allt árið. Reglubundið flug með Norlandair er þangað, 3 sinnum í viku yfir vet­ur­inn en sex daga á sumrum. Grímseyingar hafa sér­stakan þjóð­hátíðardag 11. nóvem­ber sem þeir halda mikið upp á, en sá dagur er afmæl­is­dagur vel­gjörða­manns­ins mik­la dr. Daníels Willard Fiske. Dr. Fiske leit Grímsey frá hafi, undr­að­ist að hér byggi fólk og það meira að segja góðir skák­menn. Hann tók eyj­una að hjarta sér og gaf Grímseyingum um alda­mótin 1900 þá stærstu pen­inga­gjöf, sem Íslend­ingum hefur verið gefin. Talið er að Grímur bóndi í Grenivík hafi verið fyrstur manna til að reisa sér bú í Grímsey, þegar á tólftu öld. Grímur var sagður bróðir Kolbeins er Kolbeinsey er kennd við. Talið er að goða­hof hans hafi staðið á Kirkjuhóli. Grímur vildi láta heygja sig þar sem sæi bæði til hafs og lands. Sagt er að hann sé heygður ásamt konu sinni á kletta­stapa í Sand­víkur­gjögrum. Mikill fjöldi huldufólks er sagður eiga sér bústaði í Grímsey og Nónbrík hýsi kirkju þeirra. Í Prestaskvompu er hellir sem gengur í gegnum Grímsey þvera. Sagan segir að prestur einn hafi farið í rann­sókn­ar­ferð inn hell­inn á báti ásamt 4 mönnum öðrum. Aldrei hafa prestur né fylgd­ar­menn hans skilað sér til baka.