Grímsnes

Grímsnes, sveitin milli Sogs og Hvítár, kennd við Grím þann er þar nam land.

Grímsnes er neslaga, um 12 km breitt neðst en um 20 km efst. Um allmikinn hluta sveitarinnar eru gróin hraun, öll runnin eftir ísöld, og þekja 54 ferkílómetra.

Taldir eru 10 mismunandi hraunstraumar en mörkin milli þeirra eru víða óljós.

Eldstöðvar í Grímsnesi eru: Tjarnhólar, fjórir gígar, einn þeirra er Kerið, Seyðishólar, Kálfhólar, Álftarhóll, Selhóll, Kolgrafarhóll, Rauðhólar og Borgarhólar.