Grímsstaðir á Fjöllum, þar voru krossgötur og um langan aldur var þar aðalviðkomustaður þeirra er lögðu leið sína austur um Fjöllin enda var þaðan gætt lögferjunnar á Jökulsá uns brúin var vígð 1948. Þjóðvegurinn liggur nú nokkuð sunnan við Grímsstaði. Grímsstaðabærinn stóð fyrrum um 7 km sunnar en nú. Var hann fluttur árið 1900 vegna sandfoks.